Einföld og stílhrein, þessi verkefnataska frá Thread & Maple er fullkomið heimili fyrir það sem þú ert með á prjónunum. Þrátt fyrir að taskan séu mjúk og þægileg viðkomu þá er korkleðrið alveg jafn endingargott og leður, ásamt því að vera vatnsþolið, létt og einfalt að þrífa.
Botninn er flatur og víður og getur taskan því staðið að sjálfsdáðum og rennilásinn að ofan opnast vel. Taskan rúmar því vel miðlungsstórt verkefni upp á 4-5 dokkur. Inni í töskunni er vasi sem er rúmgóður og frábær geymslustaður fyrir prjónana.
Korkleður er framleitt á sjálfbæran máta, er “cruelty-free” og vegan. Þar sem korkleðrið er unnið úr viði þá getur munstur og áferð verið ólík á milli hverar tösku, sem gerir hverja og eina tösku einstaka!
Á hverri tösku er líka band úr korkleðri sem fellur um úlnliðinn og er einstaklega þægilegt.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.