Þessi sætu hulstur frá Thread & Maple eru frábær til að passa upp á alla litlu fylgihlutina sem fylgja prjóninu.
Hulstrin eru handgerð í Portúgal úr korkleðri, lituð með náttúrulegum litum unnum úr grænmeti sem framkalla þessa fallegu pastel liti.
Þrátt fyrir að hulstrin séu mjúk og þægileg viðkomu þá er korkleðrið alveg jafn endingargott og leður, ásamt því að vera vatnsþolið, létt og einfalt að þrífa.
Korkleður er framleitt á sjálfbæran máta, er “cruelty-free” og vegan. Þar sem korkleðrið er unnið úr viði þá getur munstur og áferð verið ólík á milli hvers hulstur, sem gerir hvert og eitt hulstur einstakt!
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.