Notion Clutch settið frá Thread & Maple hefur að geyma allt það helsta sem þig gæti vantað með prjóninu. Einstaklega snyrtilegt og fallegt veski, handgert úr alvöru leðri og áferðin á því er unaðslega mjúk og leðrið verður bara fallegra með aldrinum.
Veskið er sérstaklega hannað til að halda utan um helstu áhöld og aukahluti sem fylgja prjóninu. Á bakinu á veskinu er vasi með rennilás sem er hentug geymsla fyrir t.d prjónamerki.
Að innan eru tveir stórir vasar fyrir prentaðar uppskriftir, eða nálahulstur (selt sér). Í efra hægra horninu á veskinu er segull sem hjálpar við að halda prjónum og nálum á sínum stað þegar þú leggur þá frá þér.
Með veskinu kemur ullar-filt púði sem þú notar til að viðhalda leðrinu.
Athugið að prjónamerkin vantar, þau fylgdu ekki með frá birgja en við eigum von á þeim og komum þeim til ykkar.
Aukahlutirnir sem koma með Notion Clutch settinu eru:
- Málband úr Hlynviði
- Mini skæri
- 2 Ullarnálar í tveimur stærðum
- 15 marglituð prjónamerki
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.