Þetta skæra hulstur er tilvalið til að passa upp á litlu prjónaskærin þín, og passa um leið upp á prjónatöskuna og annað sem í henni leynist!
Líkt og aðrar korkleður vörur frá Thread & Maple eru þau handgerð í Portúgal.
Það er segull í bakhlið hulstursins sem bæði hjálpar við að halda skærunum á sínum stað ásamt því að virka með öðrum aukahlutum frá Thread & Maple.
Korkleður er framleitt á sjálfbæran máta, er “cruelty-free” og vegan. Þar sem korkleðrið er unnið úr viði þá getur munstur og áferð verið ólík á milli hvers hulstur, sem gerir hvert og eitt hulstur einstakt!
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.