The Boundless Bag prjónataskan frá Thread & Maple er falleg og fjölhæf, fullkomin undir prjónadótið þitt ásamt öllu öðru sem þú geymir í veskinu þínu.
Hægt er að renna niður rennilásum á báðum hliðum svo hún opnast alveg flöt sem einfaldar að finna það sem þú þarft úr töskunni. Inní töskunni er renndur stór vasi sem er fullkomin fyrir allt smádótið sem getur farið á flug og svo til viðbótar eru tveir vasar sem þú getur geymt til dæmis símann þinn í og veskið.Taskan lokast svo örugglega þökk sé segul smellum.
Líkt og allar leðurvörur frá Thread & Maple er taskan handgerð á litlu leðurverkstæði í Úkraínu.
Chocolate útgáfan af töskunni er úr þykkara og grófara leðri og gefur henni aukinn stífleika svo hún stendur mjög vel. Þessi útgáfa er er örlítið klassískari í útliti, og lítið unnin svo að leðrið tekur við rispum og nuddi sem gefur töskunni bara enn meiri karakter, hún eldist eins og gott vín!
Almond útgáfan er meira unnin með fallegri áferð, mýkri í sér og sveigjanlegri. Það er auðvelt að strjúka af henni og sér ekki á henni við nudd eða létt klór.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.