Woolly frá Jord Clothing er 100% Merino ull og mjúkt og fjölhæft garn. Hentar vel bæði fyrir stóra sem smáa.
Garnið má þvo í þvottavél á ullar stillingu og heldur sér algjörlega við þvott.
Hentar því frábærlega í föt fyrir börn sem eiga það til að .. ná að verða skítug endrum og sinnum.
Garnið hefur ekki verið meðhöndlað á neinn hátt, m.a ekki forþvegið, svo það heldur náttúrulegum eiginleikum sínum og er einstaklega mjúkt og þægilegt. Ásamt því að vera laust við öll aukaefni.
Woolly garnið er einnig vottað í hæsta flokki mögulegum (Class 1) samkvæmt Oeko-Tex Standard 100 staðlinum þar sem er prófað fyrir ofnæmisvaldandi og ertandi áhrifum. Sá flokkur er sá eini samkvæmt staðlinum sem tekur sérstaklega fram notkun á garni fyrir börn og er með ströngustu kröfurnar.
Garnið er framleitt á siðferðislegan og sjálfbæran hátt á Ítalíu og er allt framleiðsluferlið er RWS vottað. Hægt er að rekja framleiðslu hverrar dokku til bóndabýlinu sem það kom frá.
Smelltu á myndina til að fræðast meira um Responsible Wool Standard.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.