Skilmálar
1. Skilmálar
Þessir skilmálar gilda um sölu á vöru og þjónustu Frost Knit / Frostjörð slf. til neytenda.
Skilmálarnir eru staðfestir með staðfestingu á kaupum og greiðslu fyrir viðskiptin.
2. Skilgreiningar
Seljandi er Frost Knit / Frostjörð slf., kennitala: 5910210870, Kjarrmóar 15, 210 Garðabær. Netfang: contact@frostknit.is
3. Skilaréttur
Heimilt er að skila vörum innan 14 daga frá móttöku vöru. Varan þarf að vera ónotuð og í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu umbúðum. Við skil á vöru er miðast við upprunalegt verð hennar nema að viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Um áhrif þess að kaupandi fellur frá samningi, kostnað og skyldur kaupanda og seljanda gilda 21. og 22. gr. laga nr. 16/2016 um neytendasamninga. Staðfesta þarf vörukaup með því að sýna reikning. Kaupandi ber ábyrgð á rýrnun á verðgildi vörunnar, sem stafar af meðferð vörunnar, annarrar en þeirrar sem er nauðsynleg til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar. Ekki er hægt að skila vörum sem eru sérpantaðar.
Ekki er hægt að skila uppskriftum.
Nægjanlegt er að kaupandi tilkynni seljanda að hann vilji skila vöru með ótvíræðum hætti en kaupandi getur einnig fyllt út staðlað uppsagnareyðublað sem finna má í viðauka 1 við reglugerð nr. 435/2016 um upplýsingar um nýtingu réttar til að falla frá samningi, sjá: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/435-2016
4. Pöntun
Pöntun eru bindandi þegar kaupandi hefur staðfest pöntun. Seljandi sendir kaupanda staðfestingu þegar pöntun er skráð. Hafi greiðsla ekki borist innan 24 klst frá pöntun er pöntunin ógild.
Seljandi áskilur sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta pöntun kaupanda ef að viðkomandi vara er uppseld. Seljandi mun upplýsa kaupanda um slíkt eins fljótt og kostur er. Hafi vara verið ranglega verðmerkt vegna bilunar, innsláttarvillu eða af öðrum ástæðum áskilur seljandi sér rétt að aflýsa pöntun vörunnar.
5. Upplýsingar
Seljandi veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni. Seljandi birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum.
6. Verð
Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti. Verðhækkanir sem verða eftir pöntun viðskiptavinar eru ekki afturkræfar. Það verð gildir sem var í gildi þegar pöntun var gerð og kemur fram á pöntunarstaðfestingu.
Heildarkostnaður er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun endanlega. Þar er tekinn fram allur kostnaður við pöntun s.s. þjónustu, sendingarkostnað o.s.frv.
7. Greiðsla
Hægt er að inna greiðslu af hendi með bankamillifærslu og greiðslukorti í gegnum örugga greiðslugátt Valitor.
8. Afhending og seinkun
Ef afhendingu seinkar mun seljandi tilkynna kaupanda það ásamt upplýsingum um hvenær pöntunin verður tilbúin til afhendingar.
Rafrænar útgáfur (PDF) af uppskriftum eru festar við notanda viðskiptavinar eftir að greiðsla er staðfest og er einnig slóð á uppskriftina í staðfestingarpósti sem berst að kaupum loknum.
Til að takmarka misnotkun eru þrjú niðurhöl á rafrænum útgáfum, hver skoðun eða niðurhal telur af þessum þremur.
Ef pantað er fyrir 9:00 er pöntun send út samdægurs, annars send næsta virka dag. Öllum pöntunum er dreift af Dropp. Gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Dropp um afhendingu vöru frá Dropp. Skilmálar Dropp eru aðgengilegir á vefsíðu þeirra. Frost Knit ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi Dropp. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Frost Knit og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.
9. Réttur við galla eða vöntun
Ef söluhlutur er gallaður ber neytanda að tilkynna seljanda um að hann muni bera gallann fyrir sig án ástæðulauss dráttar frá því að hann varð galla var eða mátti verða hans var. Um rétt neytenda (með neytenda er átt við einstakling utan atvinnustarfsemi) til að fá galla bættan fer samkvæmt lögum nr. 48/2003 um neytendakaup.
Ef neytandi leggur ekki fram kvörtun innan tveggja ára frá þeim degi er hann veitti söluhlut viðtöku getur hann ekki borið gallann fyrir sig síðar. Ef söluhlut, eða hlutum hans, er ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti er frestur til að bera fyrir sig galla fimm ár frá því að hlutnum var veitt viðtaka. Þetta gildir ekki ef seljandi hefur í ábyrgðaryfirlýsingu eða öðrum samningi tekið á sig ábyrgð vegna galla í lengri tíma.
12. Ábyrgð
Ábyrgðir seljanda hafa ekki í för með sér takmarkanir á rétti sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð vegna galla á vöru er í samræmi við neytendakaupalög 48/2003 og miðast við kaupdagsetningu til einstaklinga utan atvinnustarfsemi.
Ábyrgð er ekki staðfest nema að kaupnótu sé framvísað.
10. Persónuvernd
Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðkomandi viðskipti. Kaupanda gefst hins vegar kostur á að fá send tilboð í tölvupósti og mun seljandi þá aðeins nota þær upplýsingar sem til þess þarf, s.s. póstfang.
Frost Knit notar Google Analytics ásamt Facebook Analytics til vefmælinga og safnast þar m.a. landfræðilegar upplýsingar og upplýsingar um aldur og kyn.
Upplýsingunum er safnað svo Frost Knit sé unnt að efna samninga sína við viðskiptavini, til að gæta hagsmuna sinna og til að miðla til viðskiptavina upplýsingum í markaðslegum tilgangi.
Skoða persónuverndarstefnu nánar.
11. Eignarréttur
Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt.
12. Úrlausn ágreiningsmála
Komi upp ágreiningsmál er hægt að bera málið undir kærunefnd vöru- og þjónustukaupa, Borgartúni 21, 105 Reykjavík, heimasíða https://kvth.is/#/
13. Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.